Sólveig Jónsdóttir (frá Múla) (1884–1962) var fyrsta konan sem var kosin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar.
Hún var einn af stofnendum kvenfélagsins Hvik á Seyðisfirði sem stofnað var 27. október 1900.
Hún var kosin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1910 og sat þar til 1913.
Við það tilefni sagði í Austra:
„Þetta, er í fyrsta sinn, sem kona er kosin í bæjarstjórn eða sveitarstjórn hér eystra og er því ástæða til að gleðjast yfir því, fyrir alla þá, sem unna kvennfólkinu þeirra réttmætu réttinda, og vona, að þær sýni nú í verkinu vit sitt og framkvæmdarsemi.“
Hennar helstu baráttumál í bæjarstjórn voru á sviði heilbrigðismála.
Seinna fluttist Sólveig ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og bjó síðustu árin sín Baltimore.
Ítarefni:
- Guðmundur Marteinsson, „Sextugsafmæli vestur-íslenskrar merkiskonu: Sólveig Jónsdóttir frá Múla“, Morgunblaðið 3. maí 1944, bls. 2
- Sigrún Klara Hannesdóttir, „Sólveig Jónsdóttir (1884-1962) bæjarfulltrúi á Seyðisfirði (1910-1913)“, Glettingur 20.árg. 3. tbl 2010, bls. 13-21
- Kvennasögusafn