Undirskriftarlistar
Íslenskar konur um land allt söfnuðu undirskriftum og skoruðu á Alþingi að breyta stjórnskipunarlögum og veita konum kosningarétt og rétt til kjörgengis.
Undirskriftarlistarnir eru frá árunum 1895, 1907 og 1913. Hægt er að skoða undirskriftarlistana með því að smella á viðkomandi ártal og þá birtist kort sem sýnir fjölda undirskrifta eftir landshlutum. Undirskriftarlistarnir birtast síðan ef smellt er á tölurnar á kortinu.
Undirskriftarlistarnir eru varðveittir í skjalasafni Alþingis.