Ingibjörg Pálsdóttir

„Vestur í Önundarfirði gerðist það við hreppsnefndarkosningar í Mosvallahreppi 10. ágúst 1874 að tvær konur, þær Ingibjörg Pálsdóttir á Kirkjubóli í Bjarnardal og Steinunn Jónsdóttir á Hesti, greiddu atkvæði þegar þar var kosið í hreppsnefnd í fyrsta sinn samvæmt tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi frá 1872.“

Ítarefni:

Steinunn Jónsdóttir

Steinunn Jónsdóttir (1820-1878)
„ Vestur í Önundarfirði gerðist það við hreppsnefndarkosningar í Mosvallahreppi 10. ágúst 1874 að tvær konur, þær Ingibjörg Pálsdóttir á Kirkjubóli í Bjarnardal og Steinunn Jónsdóttir á Hesti, greiddu atkvæði þegar þar var kosið í hreppsnefnd í fyrsta sinn samkvæmt tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi frá 1872.“

Ítarefni:

Áskoranir úr Hvammssveit, 1913

Áskoranir frá 11.381 konu um að konum, giftum og ógiftum, verði veittur kosningarréttur og kjörgengi til Alþingis og að þær fái til fulls notið jafnréttis við karlmenn.

Guðmundur Einarsson

Mynd af alþingi.is
Mynd af alþingi.is

Séra Guðmundur Einarsson (1816-1882) frá Skáleyjum (síðar prestur í  Kvennabrekku og Breiðabólstað og alþingismaður árin 1852-1858 og 1869-1882) samdi ritgerðina „Samtök“ til Brjeflega fjelagsins í Flatey.

Þar hélt hann því fram fyrstur íslenskra manna að nauðsynlegt væri fyrir stúlkur að menntast „sjálfum sér og ættjörð sinni til gagns og sóma“.

Í ritgerðinni hvatti hann íslenskar konur til að hefja söfnun fyrir kvennaskóla á Íslandi.

Guðmundur og kona hans Katrín Ólafsdóttir voru foreldrar Theodóru Thoroddsen

Ítarefni:

Vilhelmína Lever

603_03-01_small
Teikning eftir: Kristinn G Jóhannsson.

Vilhelmína Lever varð fyrst kvenna á Íslandi til að taka þátt í opinberum kosningum í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri.

Kosið samkvæmt dönskum lögum þar sem fram kom að „alle fuldmyndige Mænd“ hafi rétt til að kjósa sem útlagðist á íslensku þannig að allir fullmyndugir menn hefðu kosningarétt.

Vilhelmína Lever „verslunarborgarinna“ á Akureyri kaus í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri 31. mars árið 1863 og aftur 3.  janúar 1866. Kosningarétt höfðu samkvæmt lögum allir fullmyndugir menn. (Kvennasögusafn)

Umfjöllun Héraðsskjalasafnsins á Akureyri.

Vilelmína bjó um tíma í Nonnahúsi á Akureyri.

Ítarefni: