Þórunn Jónassen

Þórunn Jónassen

Þórunn Jónassen (1850–1922) var formaður Thorvaldsensfélagsins þegar hún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.

Þórunn fór eftir fermingu til Kaupmannahafnar og var við nám í skóla frökenar Nathalie Zahle.

Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur giftist hún hún Jónasi Jónassen lækni árið 1871.

Hún var kjörin formaður Thorvaldsensfélagsins þegar það var stofnað var árið 1875. Hún var ritari Landspítalasjóðanefndinni og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1908–1910.

Ítarefni:

Jarþrúður Jónsdóttir

Jarþrúður Jónsdóttir (1851–1924) var ritstjóri Framsóknar í nokkur ár.jarþrúður jónsdóttir

Á sínum yngri árum dvaldi hún við nám bæði í Danmörku og Skotlandi

Hún starfaði seinna sem kennari í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Hún starfaði eitt ár, 1889, við þingskriftir, fyrst íslenskra kvenna.

Hún varð ritstjóri Framsóknar árið 1899 eftir að hún keypti blaðið ásamt Ólafíu Jóhannsdóttur. Þær ritstýrðu því í þrjú ár til áramóta 1901–1902.

Hún var ritari og einn af stofnendum  Hins íslenska kvenfélags auk þess að vera í mörg ár virk  Thorvaldsensfélaginu.

Árið 1886 gaf hún út bókina: Leiðarvísir  til  að  nema  ýmsar  kvennlegar  hannyrðir ásamt Þóru Pjetursdóttur og Þóru Jónsdóttur.

Ítarefni:

Valdimar Ásmundsson

Valdimar Ásmundson (1852–1902) var ritstjóri og stofnandi Fjallkonunar. Hann giftist Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1888.

valdimar ásmundsson

Hann studdi kvenréttindi og birti margar greinar í Fjallkonunni um þau mál. Árið 1885 skrifaði hann til að mynda greinina „Kvenfrelsi“ þar sem segir meðal annars:

„…hefir alþingi með lögum um kosningarétt kvenna, dags. 12. maí 1882, þar sem sjálfstæðum konum er veittr kosningaréttr í sveitamálum og kyrkjumálum, orðið á undan öllum nágrannaþjóðum vorum, og benda nú einkum Norðmenn á dæmi Íslendinga í þessu atriði og hvetja til að breyta eftir því. Vér ættum því síðr að láta hér við staðar nema“.

Ítarefni:

  • Matthías Viðar Sæmundsson, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey: Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar. (Reykjavík: JPV 2004)
  • Wikipedia

Guðrún Björnsdóttir

guðrún BjörsndóttirGuðrún Björnsdóttir (1853–1936) var félagi í og einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands þegar hún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.

Hún starfaði um árabil við mjólkursölu og skrifaði greinar í blöð um mál tengt sölunni, hreinlæti og annað.
Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1914.

Ítarefni:

Ólafur Ólafsson

ólafur ólafsson
Ljósmynd: Alþingi.is

Ólafur Ólafsson (1855–1937) alþingismaður, prestur og kennari. Hann barðist ötullega fyrir réttindum kvenna. Veturinn 1891 flutti hann fyrirlesturinn Olnbogabarnið. Um frelsi, menntun og rjettindi kvenna.

Þar segir meðal annars:

Þegar lög mannfjelagsins fara að skipta með þeim, þá skamta þau karlkyninu rjettindin, kvenkyninu skyldurnar, karlkyninu frelsið, kvenkyninu þrældóminn, karlkyninu menntunina og þekkinguna, kvenkyninu fáfræðina og vanþekkinguna: og allt af er sama viðkvæði, allt af sama ástæðan: Af því að þú er kvenmaður, en hann karlmaður.

… það er því líkast sem sumum karlmönnum finnist það [kvenfólk] aldrei nógu auðmjúkt, nógu niðurlútt, nógu undirgefið undir harðstjórnarvald karlmannanna

Ólafur lagði fram þrjú frumvörp, með Skúla Thoroddsen þingmanni, sem fjölluðu um réttindi kvenna. Þau voru um fjárráð giftra kvenna, kjörgengi kvenna sem höfðu þá þegar fengið kosningarétt til sveitarstjórna og rétt kvenna til menntunar og embætta.

Ítarefni:

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Bríet_Bjarnhéðinsdóttir

„Enginn einn Íslendingur átti meiri þátt í því að íslenskar konur fengu lagalegt jafnrétti á við karla. Hún ruddi brautina, mótaði stefnuna og stjórnaði sjálf baráttunni.“

Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagnfræðingur

Bríet Bjarnhéðinsdóttir 16 ára þegar hún skrifaði grein um stöðu kvenna. Hún sýndi engum greinina fyrr en 13 árum seinna þegar hún birti hana endurbætta, undir dulnefninu Æsa, í tímaritinu Fjallkonan. Greinin hét Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna” og birtist í tveimur hlutum 5. og 22. júní 1885.

Árið 1887 hélt hún fyrst íslenskra kvenna opinberan fyrirlestur. Fyrirlesturinn nefndist Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna“ og var haldinn í Góðtemplarahúsinu 30.desember 1887. Aðgangseyrir var 50 aurar og góður rómur var gerður að erindi Bríetar og það gefið út stuttu síðar.

Árið 1894 var Bríet ein af stofnendum Hins íslenska kvenfélags.

Á árunum 1895-1926 var Bríet útgefandi og ritstjóri Kvennablaðsins.

Árið 1906 sótti Bríet fyrsta alþjóðaþing kvenréttindafélaga í Kaupmannahöfn. Í kjölfarið stofnaði hún Kvenréttindafélag Íslands.

Bríet var í forystu um kvennaframboð við bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1908-1916 og sat í bæjarstjórn í áratug og beitti sér fyrir fjölbreyttum málaflokkum.

Tvívegis bauð Bríet sig fram til þings.

Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1928. Hún var fyrsta nafngreinda konan á frímerki á Íslandi, árið 1978.

Ítarefni:

  • Aðalbjörg Sigurðardóttir, „Bríet Bjarnhéðinsdóttir og lífsstarf hennar“. Kvenréttindafélagið 40 ára 1907-1947. ritstj. Ingibjörg Benediktsdóttir o.fl (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1947) bls. 43-48
  • Björg Einarsdóttir (1986). „Stórveldi í sögu íslenskra kvenna“. Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. II. bindi (Reykjavík: Bókrún hf 1986), bls. 224-249
  • Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Sjálfsævisaga“. Merkir Íslendingar: nýr flokkur. Jón Guðnason bjó til prentunar 6. bindi. (Reykjavík: Bókfellsútgáfan 1967), bls. 115-129
  • Bríet Bjarnhéðinsdóttir, „Úr sjálfsævisögu“. Mánasilfur. Safn endurminninga. Gils Guðmundsson valdi og sá um útgáfu, 1.bindi. (Reykjavík: Iðunn, 1979), bls. 65-71
  • Bríet Héðinsdóttir, Strá í hreiðrið: bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur byggð á bréfum hennar.(Reykjavík: JPV 2006)
  • Kvennasögusafn
  • Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil: Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992. (Reykjavík: Kvenréttindafélag Íslands 1993)
  • Matthías Viðar Sæmundsson, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey: Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar. (Reykjavík: JPV 2004)
  • Sigríður Th. Erlendsdóttir og Auður Styrkársdóttir. „Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. október 2014.
  • Vilhjálmur Þ. Gíslason, Blöð og blaðamenn 1773-1944. (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1972), bls. 185
  • Vilhjálmur S. Vilhjálmsson,  „Konan sem lagði fyrst á brattann“ (viðtal við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur). Grær undan hollri hendi: Tuttugu og átta viðtöl og frásagnir. (Reykjavík: Setberg 1964), bls. 25-30
  • Viðtal við Bríeti í Alþýðublaðinu 26.september 1936

Einkaskjöl Bríetar Bjarnhéðinsdóttur eru varðveitt á handritasafni.

Páll Briem

Páll Briem (1856–1904) sýslumaður, amtmaður, alþingismaður og bankastjóri.

Hann var fylgismaður kvenréttinda og hélt fyrirlestur 1885 sem hét: Um frelsi og menntun kvenna: sögulegur fyrirlestur.

Þar segir meðal annars:

Páll Briem. Mynd af althingi.is
Páll Briem. Mynd af althingi.is

Þegar jeg tala um baráttuna fyrir frelsi kvenna, þá á jeg eigi við baráttu til þes að losa kvennfólk undan kúgun og þrældómi- mjer virðist að slíkt eigi sjer hvergi stað í menntuðum löndum – heldur tala jeg um baráttuna fyrir því, að kvennmenn fái rjettindi, fái vald. …Nátengt frelsi kvenna er menntun þeirra, því að það, sem kvennfrelsismenn æskja einna mest, er, að kvennmenn fái rjett til að geta náð menntun jafnt við karlmenn, og þá enn fremur fengið ýmsar stöður sem jafn menntaðir karlmenn geta fengið…

Ítarefni:

Elín Briem

Elín Briem (1856–1937)  var skjólastjóri Kvennaskólans á Ytri-Ey í Austur Húnavatnssýslu 1883–1885 ElínBriemog stofnaði síðar Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.

Elín var við nám í skóla Nathalie Zahle í Kaupmannahöfn árin 1881-1883.

Hún skrifaði bókin Kvennafræðarinn sem kom út áramótin 1888–1889 og naut mikilla vinsælda.

Ítarefni:

Einkaskjalasafn hennar er varðveitt á Kvennasögusafni.

Ásta Hallgrímsdóttir

Ásta Hallgrímsdóttir (1857–1942) var fyrst íslenskra kvenna til að syngja einsöng opinberlega. Það var við útför Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar árið 1880.

Ítarefni:

Katrín Skúladóttir Magnússon

Katrín Skúladóttir Magnússon

Katrín (Sigríður) Skúladóttir Magnússon (1858-1932) var formaður Hins íslenska kvenfélags þegar hún var kjörin í bæjastjórn Reykjavíkur árið 1908.

Hún tók við formennsku félagsins eftir andlát Þorbjargar Sveinsdóttur árið 1903 og gegndi formennskunni til ársins 1924.  Árið 1917 tók hún þátt í stofnun Bandalags kvenna og sat í fyrstu stjórn félagsins. Hún var virk í Thorvaldsensfélaginu, sat lengi í stjórn þess og var kjörin heiðursfélagi árið 1929. Hún tók þátt í söfnun fjár til byggingar Landspítalans. Hún hafði brennandi áhuga á menntun kvenna og sat um tíma í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík.

Hún var meðal þeirra fjögurra kvenna sem tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908 og sinnti því starfi til ársins 1916. Á þeim tíma starfaði hún meðal annars í fátækranefnd bæjarins.

Ítarefni: