Skúli Thoroddsen

Skúli Thoroddsen (1859–1916) var alþingismaður, ritstjóri og blaðaútgefandi.

Mynd af alþingi.is
Mynd af alþingi.is

Hann var ötull baráttumaður fyrir réttindum kvenna. Bæði sem ritstjóri Þjóðviljans og sem alþingismaður.

Skúli lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1879 og lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1884.

Hann starfaði sem sýslumaður, málflutningsmaður og bæjarfógeti um árabil.

Hann var ritstjóri Þjóðviljans frá árinu 1886. Í áttundu grein stefnuskrár blaðsins segir:

„Rétt finnst oss, að karlar og konur séu jafnt sett að lögum“

og í ritstjórnartíð hans birtust í blaðinu margar greinar um kvenréttindamál.

Árið 1884 giftist hann skáldinu og kvenréttindakonunni Theodóru Thoroddsen.

Meðal þeirra frumvarpa sem hann lagði fram á alþingi voru mál um fjárráð giftra kvenna, kjörgengi kvenna sem höfðu þá þegar fengið kosningarétt til sveitastjórna og rétt kvenna til menntunar og embætta.

Ítarefni:

Carrie Chapman Catt

Carrie Chapman CattCarrie Chapman Catt (1859–1947) var bandarísk kvenréttindakona. Hún stofnaði International Woman Suffrage Alliance (IWSA) (ísl. Alþjóðakosningaréttarsamtök kvenna) í Washington árið 1904. Árið 1906 bauð hún Bríeti Bjarnhéðinsdóttur að koma á þing samtakanna í Kaupmannahöfn. Á þinginu hélt Bríet erindi um réttindi og stöðu kvenna á Íslandi. Í kjölfarið stofnaði Bríet Kvenréttindafélag Íslands.

Lýsing Bríetar á Catt í Kvennablaðinu 27. nóvember 1906:

„Hún skýrir málið svo ljóslega og rökstyður svo að ekki verður í móti mælt. Öll framkoma hennar er svo prúð og kvenleg, að hún vinnur málinu, ef til vill, eins mikið gagn með henni og ræðum sínum. Hún talar hátt og snjalt og alvarlega, en hefir þó jafnan ýmsa fyndni á reiðum höndum, sem gerir ræðuna léttari og skemtilegri. Sem fundarstjóri er hún svo óhlutdræg, að sagt var í sumar, að hún væri eins og réttlætisgyðjan, nema að því eina leyti, að hún væri ekki blind.“

Ítarefni:

Hannes Hafstein

hanneshafsteinHannes Hafstein (1861–1922) fyrsti ráðherra Íslands, skáld og sýslumaður.

Meðal þess sem hann gerði fyrir kvenréttindabaráttu á Íslandi var að opna Lærða skólann (sem nefndist eftir það Menntaskólinn) fyrir stúlkum árið 1904 og árið 1907 lagði hann fram frumvarp á alþingi um rétt kvenna til allrar menntunar og embætta.

Ítarefni:

Ólafía Jóhannsdóttir

ólafíaÓlafía Jóhannsdóttir (1863–1924) einn af stofnendum Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895. Hún barðist fyrir stofnun Háskóla Íslands. Hún var fulltrúi kvenna á Þingvallafundinum 1895.

Þar var henni ætlað að ræða fjögur mál: kvenréttindamálið, háskólamálið, stjórnarskrármálið og bindindismálið.

Ólafía ritstýrði tímaritinu Framsókn á árunum 1899–1901 (ásamt Jarþrúði Ólafsdóttur) en einnig barnablaðinu Æskunni árið 1899 og Ársriti hins íslenska kvenfélags árin 1895 til 1897 og 1899.

Ólafía var jafnframt fyrsta íslenska konan til að gefa út sjálfsævisögu árið 1925.

Ítarefni:

  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Ólafía Jóhannsdóttir: ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttir. (Reykjavík: JPV útgáfa 2006)
  • Ólafía Jóhannsdóttir, Frá myrkri til ljóss: æfisaga. (Akureyri: Athur Gook 1925)
  • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, „Fyrstu íslensku súffragetturnar“, Alþýðublaðið 11.mars 1997
  • Wikipedia

Theodóra Thoroddsen

Theodóra Thoroddsen (1863–1954) var skáld og kvenréttindakona.Theodora_Thorodddsen

Hún fæddist í Dölunum og var dóttir Guðmundar Einarssonar og Katrínar Ólafsdóttur Sívertsen.

Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1879 og giftist Skúla Thoroddsen árið 1884.

Þulur eftir hana voru fyrst gefnar út árið 1916 en ýmis kvæði, sögur og stökur höfðu verið birtar annars staðar, eins og til dæmis í Mánaðarriti Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. En hún sat jafnframt um tíma í stjórn Lestrarfélagsins.

Hún tók virkan þátt í kvenréttindabaráttu á Íslandi og var í 4. sæti á Kvennalistanum sem bauð fram til Alþingis árið 1922.

Ítarefni:

Einkaskjöl Theodóru Thoroddsen eru varðveitt á handritasafni.

Camilla Torfason

Camilla Torfason
Mynd úr Morgunblaðinu 3. febrúar 1965

Camilla Torfason (fullt nafn: Petrine Thora Camilla Stefánsdóttir Torfason) (1864–1927) lauk fyrst íslenskra kvenna stúdentsprófi. Það var frá Trier  menntaskólanum í Kaupmannahöfn 1889. Hún lauk kandidatsprófi í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla ári síðar. Hún stundaði síðan nám í stærðfræði í tvö ár, en lauk ekki prófi heldur sneri sér að kennslustörfum. Hún var stofnandi og fyrsti forstöðumaður Kvenfélagsins Óskar á Ísafirði árið 1907.

Ítarefni:

Ingibjörg H. Bjarnason

ingibjörgIngibjörg  H. Bjarnason (1867–1941) var fyrsta íslenska konan til að taka sæti á alþingi. Hún sat á Alþingi 1922–1930 fyrir Kvennalistann (eldri), Íhaldsflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn. Ingibjörg starfaði sem kennari og skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík í mörg ár og var formaður Landspítalasjóðs sem stóð að byggingu Landspítalans.

Í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna árið 2015 var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu við Alþingishúsið. Styttan er sú fyrsta af nafngreindri konu í allri Reykjavíkurborg. Sjá þáttinn Grjótharðar úr þáttaröðinni Öldin hennar (RÚV).

„Konur eru þó fullur helmingur allra kjósenda á landinu. Ættu konur að íhuga það vel, að rjettur sá, er íslenskar konur öðluðust árið 1915, er svo mikilsverður, að þær geta, með því að nota hann til fulls, haft úrslitaáhrif á öll þau mál, sem þær láta tíl sín taka“.

Ítarefni:

Einkaskjalasöfn Ingibjargar H. Bjarnadóttur eru varðveitt á Kvennasögusafni.

Halldóra Bjarnadóttir

Halldóra Bjarnadóttir (1873–1981) kennari og skólastjóri á Akureyri, ritstjóri Hlínar og mikilvirk  í félagsstarfi norðlenskra kvenna.

Mynd af vef Kvennasögusafnsins
Mynd af vef Kvennasögusafnsins.

Halldóra leiddi framboðslista kvenna við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri árið 1921 og náði kjöri.

Halldóra átti sæti á Kvennalistanum sem bauð fram til alþingis 1922.

Ítarefni:

  • Kvennasögusafn
  • Halldóra Bjarnadóttir: ævisaga, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skrásetti. (Reykjavík: Setberg 1960)
  • Wikipedia

Á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er ein deild tileinkuð Halldóru. Hér má lesa um hana: http://textile.is/halldorustofa/

Kristín Eggertsdóttir

Kristín Eggertsdóttir (1877–1924) var fyrsta konan sem kosin var í bæjarstjórn á Akureyri.Kristín Eggertsdóttir

Hún var menntuð úr Kvennaskólanum á Laugalandi og var við nám í Noregi árið 1905–1907.

Kristín starfaði um tíma við kennslu og varð síðan forstöðukona Sjúkrahússins á Akureyri árið 1907.

Kristín var kosin í bæjarstjórn Akureyrar árið 1911 af sérstökum kvennalista.

Listinn hlaut 17% atkvæða og sat Kristín í bæjarstjórn í þrjú ár. Í bæjarstjórnartíð sinni sat hún í kjörstjórn, skólanefnd og fátækranefnd.

Eftir að hafa verið í bæjarstjórn snéri hún sér að því að reka greiðasölu. Árin 1913–1914 var hún í Englandi og Danmörku og eftir það rak hún hótel á Oddeyri.

Hún tók virkan þátt í kvenfélaginu Hlíf og gaf fé til að styrkja konur til náms.

Ítarefni: