Inga Lára Lárusdóttir

Inga Lára Lárusdóttir (1883–1949) kennari í Reykjavík og ritstjóri mánaðarblaðsins 19. júní.

Mynd í vörslu Ljósmyndasafns Ísafjarðar.
Mynd í vörslu Ljósmyndasafns Ísafjarðar.

„…ljúf kona og hörð í horn að taka, ef henni var veittur átroðningur, hjarta hennar var hlýtt og viljinn einbeittur.“

Ragnheiður E. Möller, Þjóðviljinn 1949

Hún átti virkan þátt í störfum Kvenréttindafélags Íslands og sat um tíma í stjórn félagsins.

Hún var bæjarfulltrúi  í bæjarstjórn Reykjavíkur 1918–1922.

Hún átti sæti á lista Kvennalistans sem bauð fram til alþingis árið 1922.

Meðal annarra félagsstarfa hennar má nefna:

  • sat í stjórn Mæðrastyrksnefndar
  • tók þátt í störfum Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík
  • sat í stjórn Kvennaheimilisins  sem byggði Hallveigarstaði, félagsheimili Kvenréttindafélags Íslands
  • var  ritari Landspítalanefndar þar til hún tók við sem formaður árið 1941 og sinnti hún því starfi fram á dauðadag 1949
  • var fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands  á Kvennastórþinginu í Stokkhólmi 1911
  • sótti tvisvar alþjóðaþing kvenna (The International Counsel of Women), í Osló 1920 og í Washington í Bandaríkjunum 1925

Ítarefni:

Ásta Kristín Árnadóttir

ástaÁsta Árnadóttir (1883–1955) lauk iðnmeistaraprófi í Þýskalandi, fyrst Íslendinga árið 1909. Ásta var jafnframt fyrsta íslenska konan sem lauk iðnnámi.

Ásta hóf sitt málaranám árið 1903 hjá Berthelsen málara í Reykjavík. Stuttu síðar fór hún til Danmerkur og þaðan lauk hún sveinsprófi þann 5. apríl 1907, fyrst kvenna.

Eftir það hóf hún nám í Hamborg Þýskalandi og lauk þaðan meistaraprófi árið 1909.

Árið 1913 gekk Ásta í Kvenréttindafélag Íslands og var seinna sama ár kosin ritari félagsins.

Seinna fluttist hún til Bandaríkjanna og síðustu æviárin sín tók hún upp listmálun og málaði landslags- og portrettmyndir.

Um ástæðu þess að hún hóf málaranám og viðbrögð samferðamanna sinna sagði hún í viðtali við Eimreiðina 1911:

Fyrst datt mér í hug að verða sjómaður. Mínir aflgóðu útlimir og ágæta sjón hefði sjálfsagt gert mig hæfa til þess. En af tilviljun kyntist ég málaraiðninni og fékk meiri og meiri löngun til að verða málari. Og svo réðst ég í málaranám hjá Berthelsen málara í Reykjavík 1. marz 1903, þó allir hæddu mig og göbbuðu fyrir vikið“.

Ítarefni:

Sólveig Jónsdóttir

Sólveig Jónsdóttir (frá Múla) (1884–1962) var fyrsta konan sem var kosin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar.sólveig jónsdóttir

Hún var einn af stofnendum kvenfélagsins Hvik á Seyðisfirði sem stofnað var 27. október 1900.

Hún var kosin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1910 og sat þar til 1913.

Við það tilefni sagði í Austra:

„Þetta, er í fyrsta sinn, sem kona er kosin í bæjarstjórn eða sveitarstjórn hér eystra og er því  ástæða til að gleðjast yfir því,  fyrir alla þá, sem unna kvennfólkinu þeirra réttmætu réttinda, og vona, að þær sýni nú í verkinu vit sitt og framkvæmdarsemi.“

Austri 8. janúar 1910, bls. 3

Hennar helstu baráttumál í bæjarstjórn voru á sviði heilbrigðismála.

Seinna fluttist Sólveig ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og bjó síðustu árin sín Baltimore.

 Ítarefni:

Einfríður María Guðjónsdóttir

EInfríður María Guðjónsdóttir. Mynd úr Morgunblaðinu 01.07.1971
Ljósmynd: Morgunblaðið 01. júlí 1971

Einfríður María Guðjónsdóttir (1888-1971) var fyrsta íslenska konan sem starfaði við bókband árið 1904. Hún hóf störf í Ísafoldarprentsmiðju 1904 og hún öðlaðist síðar sveinsréttindi. Einfríður var gjaldkeri Bókbandssveinafélags Reykjavíkur 1918-1919. Hún var gerð að heiðursfélaga Bókbindarafélags Íslands árið 1958.

Ítarefni:

Katrín Thoroddsen

Katrín Thoroddsen (1896–1970) læknir og alþingismaður.

Foreldrar hennar voru Skúli Thoroddsen og Theódóra Thoroddsen.Katrín-Thoroddsen

Katrín útskrifaðist með stúdentspróf 1915 og læknapróf frá Háskóla Íslands árið 1921.

Hún fór í framhaldsnám til Noregs og dvaldi um tíma í Þýskalandi.

Katrín var fyrst íslenskra kvenna sem skipuð var héraðslæknir. Hún starfaði síðar sem læknir í Reykjavík og sérhæfði sig í barnalækningum.

Hún varð varaþingmaður 1945 og var síðan þingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn árin 1946–1949. Þá var hún bæjarfulltrúi fyrir saman flokk 1950–1954.

Hún var virk í Kvenréttindafélagi Íslands og var meðal annars formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna sem ætlaður var til að styðja ungar konur til náms.

Árið 1931 hélt hún frægan fyrirlestur sem bar heitið: „Frjálsar ástir: erindi um takmarkanir barneigna“.

Ítarefni:

Kristín L. Sigurðardóttir

Kristín L. Sigurðardóttir (1898–1971) var kosin á þing 1949. Það var í fyrsta skipti sem tvær konur Kristín L Sigurðardóttirsátu á alþingi á sama tíma.

Kristín var við nám í Lýðskólanum á Hvítárbakka 1913–1915.

Kristín starfaði sem húsmóðir og við verslunar- og skrifstofustörf. Auk þess sinnti hún margvíslegum trúnaðarstörfum innan hinna ýmsu félagasamtaka. Hún sat til að mynda í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1952–1968 og var formaður framkvæmdanefndar Hallveigastaða 1950–1966.

Þegar Kristín og Rannveig Þorsteinsdóttir voru kosnar var skrifað í Nýja kvennablaðið:

„Fögnum við hinum tveim nýkjörnu kvenþingmönnum fyrir hönd kvennasamtakanna og kvenna um land allt, og treystum því, að þær fái einhverju áorkað í áhugamálum okkar. Vitum við, að til þess hafa þær fullan vilja.“

Nýtt Kvennablað 1. nóvember 1949, bls. 7

Ítarefni:

Rannveig Þorsteinsdóttir

Rannveig Þorsteinsdóttir (1904–1987) var kosin á þing 1949. Það var í fyrsta skipti sem tvær konur sátu á alþingi á sama tíma.

Rannveig var fyrst íslenskra kvenna sem fékk rétt til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti.Rannveig Þorsteinsdóttir

Hún var mörg ár í stjórn Ungmennafélags Íslands og var virk í félagi íslenskra háskólakvenna.

Rannveig er  heiðursfélagi í  Lögmannafélagi Íslands og Kvenfélagasambandi Íslands.

Hún starfaði um tíma með Kvenréttindafélagi Íslands.

Í viðtali við 19. júní sem tekið var í tilefni þess að hún varð hæstaréttarlögmaður lét hún þessi orð falla:

„Konur eiga nú að mörgu leyti hægra um vik en áður. Og íslenzkar konur eru að mínum dómi búnar þeim hæfileikum, að, þær geta, ef þær óska, sótt fram í fremstu raðir við hlið karlmanna.“

Valborg Bentsdóttir „Kona í hæstarétti“, 19. júní, 19. júní 1959 bls. 30-31.

Ítarefni:

Auður Auðuns

Auður Auðuns (1911–1999) var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem auður auðunsvarð borgarstjóri Reykjarvíkur og ráðherra á Íslandi.

Auður lauk stúdentsprófi 1929 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1935, fyrst íslenskra kvenna.

Hún starfaði sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar árin 1940–1960. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík árin 1946–1970. Hún var fyrsta konan til að verða borgarstjóri en hún gegndi því embætti 1959–1960 ásamt Geir Hallgrímssyni.

Auður var kosin á þing 1959.

Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra 1970 og gegndi því embætti til 1971.

Hún var virk í Kvenréttindafélagi Íslands og gerð að heiðursfélaga þess árið 1985 þegar félagið varð 70 ára.

Ítarefni:

Hulda Jakobsdóttir

Hulda Jakobsdóttir  (1911–1998) var fyrsta konan til að verða bæjarstjóri. Hún var bæjarstjóri í Kópavogi 1957–1962.hulda jakobsdóttir

Hulda var við nám í Miðbæjarskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1931. Hún lauk cand. phil. prófi frá Háskóla Íslands 1932 og lærði seinna frönsku við sama skóla.

Hún starfaði sem gjaldkeri og erlendur bréfritari hjá Efnagerð Reykjavíkur frá 1932 til 1940.

Hulda átti þátt í að stofna Leikfélag Kópavogs, hún var formaður sóknarnefndar Kópavogssóknar og einn helsti hvatamaður þess að Kópavogskirkja var byggð.

Hennar helstu baráttumál sem bæjarstjóri voru menntamál ásamt byggingu kirkju, félagsheimilis og sundlaugar.

Seinna starfaði Hulda sem umboðsmaður Brunabótafélags Íslands og sat aftur sem bæjarfulltrúi 1970-1974.

Hulda var gerð að heiðursborgara Kópavogs árið 1976 og hún var sæmd riddarakrossi 1994.

Ítarefni:

Sigurlaug Bjarnadóttir

Sigurlaug Bjarnadóttir (f. 1926) var kosin á þing 1974.Sigurlaug Bjarnadóttir

Hún hefur auk þess starfað sem kennari, blaðamaður og borgarfulltrúi.

Sigurlaug hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum í félagssamtökum, til að mynda sem  formaður Æðarræktarfélags Íslands og sem formaður Félags frönskukennara á Íslandi.

Meðal þeirra mála sem hún barðist fyrir á þingi var  frumvarp sem hún lagði fram árið 1965 (með Ragnhildi Helgadóttur) sem tryggði að konur, sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar, nytu atvinnuleysisbóta í 90 daga.

Á Kvennafrídaginn 24. október 1975 flutti hún: „Alþingismannahvatningu“ ásamt Svövu Jakobsdóttur.

Þar sagði Sigurlaug meðal annars:

„Þrjár konur af 60 kjörnum fulltrúum á Alþingi. Það er staðreynd, sem ekki er til að státa af og hlýtur að vera okkur áminning um, að við höfum ekki notað sem skyldi þann rétt, sem við hlutum fyrir meira en hálfri öld, og kostað hafði harða baráttu hugumstórra hugsjónakvenna – og karla fyrir málstað okkar.“

-Ávarpið má lesa á vef Kvennasögusafnsins hér.

 Ítarefni: