Ragnhildur Helgadóttir

Ragnhildur Helgadóttir (1930–2016) var kosin forseti Alþingis fyrst Ragnhildur Helgadóttiríslenskra kvenna árið 1961.

Hún var kosin á Alþingi árið 1956. Hún var menntamálaráðherra 1983–1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985–1987.

Ragnhildur lauk stúdentsprófi 1949, lögfræðiprófi 1958 og varð hæstaréttarlögmaður 1965.
Ragnhildur starfaði meðal annars sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar 1959–1960 og 1964–1971.

Sjá þáttinn „Þær þrjár“ í þáttaröðinni Öldin hennar (RÚV)

Ítarefni:

Guðrún Lárusdóttir

Guðrún Lárusdóttir (1880–1938) var bæjarfulltrúi, alþingismaður, rithöfundur og þýðandi.guðrún lárusdóttir

Hún byrjaði snemma að skrifa og fyrstu sögurnar sem hún þýddi birtust í Framsókn. Fyrsta frumsamda rit hennar, Ljós og skuggar kom út í þremur hlutum árin 1903-1905.

Hún tók þátt í margvíslegu félagsstarfi í Reykjavík og átti meðal annars þátt í að stofna Húsmæðrafélag Reykjavíkur.

Guðrún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur af kvennalista árið 1912. Sem bæjarfulltrúi sat hún í skólanefnd ásamt því að vera fátækrafulltrúi.

Árið 1930 var Guðrún kjörin á þing og varð þá önnur konan hér á landi til að gerast alþingismaður.

Á Alþingi beitti hún sé helst fyrir ýmsum mannúðarmálum.

Ítarefni:

Svava Jakobsdóttir

Svava Jakobsdóttir (1930–2004) rithöfundur og alþingismaður.svava jakobsdóttir

Hún skrifaði smásögur og skáldsögurnar Leigjandinn og Gunnlaðar saga auk ýmissa leikrita.

Svava var alþingismaður 1971–1979.

Hennar helstu baráttumál voru jafnréttis- og velferðamál auk þess mál sem vörðuðu menningu og listir.

Ítarefni:

Einkaskjalasafn Svövu er varðveitt á handritasafni

Jóhanna Sigurðardóttir

jóhanna sigurðardóttirJóhanna Sigurðardóttir (f. 1942) varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra á Íslandi árið 2009.

Ríkisstjórn hennar var sú fyrsta í Íslandssögunni sem var jafnt skipuð konum og körlum.

Jóhanna er sá þingmaður sem lengst hefur setið á alþingi en hún var alþingismaður frá 1978–2013.

Hún var félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2009.

Áður en hún varð alþingismaður starfaði hún sem flugfreyja og skrifstofumaður.

Jóhanna var fyrsta opinberlega samkynhneigða konan í öllum heiminum til að verða forsætisráðherra.

Hennar helstu baráttumál sem stjórnmálamaður voru á sviði velferðar- og félagsmála.

Ítarefni: