Natalie Zahle (1827–1913) skólastjóri og menntafrömuður. Hún stofnaði virtan skóla fyrir stúlkur í Kaupmannahöfn árið 1851 og mörg útibú frá honum næstu árin. Margir af fremstu femínistum Norðurlanda menntuðust í skólum hennar. Þar á meðal nokkrar íslenskar konur, Elín Briem og Þórunn Jónassen.
Sigurlaug Gunnarsdóttir (1828–1905) var stofnandi fyrsta kvenfélags á Íslandi. Saumakona og ljósmóðir. Hún beitti sér ásamt öðrum fyrir því að kvennaskóli hóf störf í Skagafirði árið 1877 og var hann fyrstu árin til húsa á heimili hennar að Ási.
Sigurlaug var jafnframt fyrst íslensk kvenna til að sauma skautbúning eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar málara
„Vestur í Önundarfirði gerðist það við hreppsnefndarkosningar í Mosvallahreppi 10. ágúst 1874 að tvær konur, þær Ingibjörg Pálsdóttir á Kirkjubóli í Bjarnardal og Steinunn Jónsdóttir á Hesti, greiddu atkvæði þegar þar var kosið í hreppsnefnd í fyrsta sinn samvæmt tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi frá 1872.“
Sigþrúður Friðriksdóttir varð fyrsti formaður Hins íslenska kvenfélags þegar það var stofnað 26. janúar 1894. Hún var gift Jóni Péturssyni háyfirdómara og talið er að velgengi félagsins sé að hluta til tengd því hve áhrifamiklar konur völdust til forystu í því.
„Það var viturlega skipað i 18 kvenna nefndina. Háyfirdómarafrúin var kjörin forseti. Hún hafði efni góð og góð húsakynni. Hún var höfðingi í lund og fyrirmannleg að vallarsýn. Um hana hlutu konur bæjarins að fylkja sér.“
Sigríður Th. Erlendsdóttir, „Reykvískar konur í atvinnulífinu 1880-1914“, Reykjavík miðstöð þjóðlífi, Ritstjóri Kristín Ástgeirsdóttir (Reykjavík: Sögufélag 1977), bls. 41-61
Vilhjálmur Þ. Gíslason, „Upphaf sérverslunar í Reykjavík “, Reykjavík í 1100 ár, Helgi Þorláksson sá um útgáfuna (Reykjavík: Sögufélag 1974), bls. 190-203
Sigríður Þorsteinsdóttir (1841–1924) stofnaði, ritstýrði og gaf út blaðið Framsókn mánaðarlega ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Skaptadóttur árin 1895–1899. Blaðið lagði mikla áherslu á kvenfrelsismál og eins og sagt var frá strax í fyrsta tölublaði:
„Aðaltilgangur Framsóknar er sá, að hlynna að menntun og sjálfstæði íslenzkra kvenna, og að undirbúa þær til að girnast og nota þau réttindi er aldirnar kunna þeim að geyma“.
Torfhildur Hólm (1845–1918) rithöfundur og útgefandi. Hún var fyrsti rithöfundur á Íslandi til að skrifa sögulega skáldsögu og hún var fyrsta íslenska konan sem skrifaði skáldsögu.
Hún gaf út tímaritið Draupni á árunum 1891-1908. Það er fyrsta blaðið á Íslandi sem var ritstýrt af konu.
Nicoline Weywadt (1848–1921) var fyrsta íslenska konan til að læra ljósmyndun. Hún var við nám í Kaupmannahöfn 1871–1872. Hún flutti eftir það á Djúpavog og tók þar myndir. Árið 1881 opnaði hún ljósmyndastofu á Teigahorni í Berufirði.
Ítarefni:
Aðalheiður Halldórsdóttir, Ljósmyndin og myndlistin. Lokaverkefni til B.Ed.-prófs. 2009 Skemman.
Inga Lára Baldvinsdóttir, Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. (JPV útgáfa, Reykjvaík 2001)